Bæjarhátíðir

Klettsbúð 4
Sími: 430 6900

Tvær sannkallaðar fjölskyldu- og bæjarhátíðir eiga heimili í Snæfellsbæ og eru haldnar í þéttbýliskjörnunum Ólafsvík, Hellissandi og Rifi. 

Hátíðirnar bera báðar titil bæjarhátíðar með rentu þar sem sú hefð hefur skapast að íbúar sjálfir leggja drög að og skipuleggja hátíðarhöldin með stuðningi frá Snæfellsbæ.

Ólafsvíkurvaka

Ólafsvíkurvaka er haldin fyrstu helgina í júlí annað hvert ár (þegar ártal endar á oddatölu) til móts við Sandara- og Rifsaragleði.

Mikið er lagt upp úr fjölbreyttri og vandaðri dagskrá fyrir alla fjölskylduna þegar hátíðin stendur yfir og er bærinn skreyttur í öllum heimsins litum. Hátíðin kallar brottflutta Ólsara vestur og er fjölskyldufólk sérstaklega velkomið til Ólafsvíkur enda dagskrá ævinlega fjölbreytt og fjölmargt í boði fyrir alla aldurshópa.

Sandara- og Rifsaragleði

Sandara- og Rifsaragleði er haldin annað hvert ár (þegar ártal endar á sléttri tölu) til móts við Ólafsvíkurvöku. Hátíðin er oftast haldin aðra helgina í júlí.

Líkt og á Ólafsvíkurvöku er mikið lagt upp úr fjölbreyttri og vandaðri dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Hverfum er skipt upp eftir litum og keppt í hinum ýmsu greinum áður en íbúar sameinast í götugrill, brekkusöng og alvöru sveitaballi í Röstinni. Hátíðin kallar brottflutta vestur og er fjölskyldufólk sérstaklega velkomið á Hellissand og Rif enda dagskrá ævinlega fjölbreytt og fjölmargt í boði fyrir alla aldurshópa.

Getum við bætt efni þessarar síðu?