Bæjarstjórnarfundur 11. apríl 2024

Vakin er athygli á því að 380. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 11. apríl 2024 kl. 16:00.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.

Dagskrá fundar:

  1. Fundargerð 347. fundar bæjarráðs Snæfellsbæjar, dags. 11. apríl 2024.
  2. Ársreikningur Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2023. Fyrri umræða. Endurskoðendur mæta á fundinn.
  3. Kynningarátak. Heimir Berg, markaðs- og upplýsingafulltrúi Snæfellsbæjar, mætir á fundinn.
  4. Fundargerð 181. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 9. apríl 2024.
  5. Fundargerðir 20. og 21. fundar framkvæmdateymis Snæfellsbæjar, dags. 6. mars og 9. apríl 2024.
  6. Fundargerð fundar um kynningar- og upplýsingamál, dags. 4. apríl 2024.
  7. Fundargerð bæjarstjórnar með umhverfis- og skipulagsnefnd, dags. 19. mars 2024.
  8. Fundargerð aðalfundar Búnaðarfélags Staðarsveitar, dags. 26. apríl 2024.
  9. Fundargerð 68. stjórnarfundar Jeratúns, dags. 22. mars 2024.
  10. Fundargerð 188. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 11. mars 2024.
  11. Fundargerð aðalfundar Heilbigðiseftirlits Vesturlands, dags. 20. mars 2024.
  12. Fundargerð aðalfundar Sorpurðunar Vesturlands, dags. 20. mars 2024.
  13. Fundargerð 221. fundar Breiðajarðarnefndar, dags. 5. febrúar 2024.
  14. Fundargerðir 945. og 946. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. febrúar og 15. mars 2024.
  15. Bréf frá Hrafni Arnarsyni, dags. 13. mars 2024, varðandi Bókasafn Snæfellsbæjar.
  16. Bréf frá Atla Má Ingólfssyni, lrl., dags. 6. mars 2024, varðandi ósk um staðfestingu landskipta á Dagverðará í Snæfellsbæ.
  17. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 18. mars 2024, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Blómsturvalla slf., til reksturs veitingastaðar, veitingaleyfi í flokki II, tegund C - Veitingastofa og greiðasala, að Ólafsbraut 27 í Ólafsvík, Snæfellsbæ.
  18. Opnunarskýrsla Ríkiskaupa, dags. 15. mars 2024, varðandi útboðs í sorpmál.
  19. Tilkynning frá Ríkiskaupum, dags. 22. mars 2024, varðandi val tilboðs.
  20. Bréf frá Agnari Hafsteinssyni, dags. 25. mars 2024, varðandi forkaupsrétt Snæfellsbæjar að skipinu Geisla SH-41, skipaskr.nr. 2869.
  21. Bréf frá forstöðumanni Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, dags. 26. mars 2024, varðandi stofnun barnaverndarþjónustu Vesturlands.
  22. Bréf frá Hörpu Hannesdóttur og Valdimar Hall Sölvasyni, dags. 25. mars 2024, varðandi ósk um að kaupa eignina Snæfellsás 3a af Snæfellsbæ.
  23. Bréf frá bæjarstjóra, dags. 5. apríl 2024, varðandi heimagistingu.
  24. Bréf frá Guðbjarti Þorvarðarsyni, dags. 26. mars 2024, varðandi úrsögn úr kjörstjórn.
  25. Bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands, dags. 21. mars 2024, varðandi styrktarsjóð EBÍ 2024.
  26. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 8. mars 2024, varðandi áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga.
  27. Bréf frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu, dags. 2. apríl 2024, varðandi undanþágu til lausráðningar starfsmanna til kennslustarfa, frá 1. apríl 2024 og fyrir skólaárið 2024-2025.
  28. Bréf frá Umboðsmanni barna, dags. 18. mars 2024, varðandi hljóðvist í skólum.
  29. Bréf frá Forsætisráðuneytinu, dags. 7. mars 2024, varðandi kynningu á dagskrá í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins 2024.
  30. Endurskoðun á gjaldskrám Snæfellsbæjar árið 2024.
  31. Minnispunktar bæjarstjóra.

Snæfellsbæ, 9. apríl 2024

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri