Lýsing og matslýsing vegna fyrirhugaðs nýs deiliskipulags á Öxl

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti lýsingu og matslýsingu á fundi sínum 8. febrúar 2024 fyrir gerð nýs deiliskipulags í landi Axlar vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á svæðinu skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Svæðið sem deiliskipulagið nær til er 66 ha og eru innan þess verslunar- og þjónustureitirnir VÞ-27, VÞ-28 og VÞ-33 samkvæmt gildandi aðalskipulagi. Þar er nú íbúðarhús ásamt húsnæði sem nýtt eru undir þjónustu í formi 7 herbergja gistihúss og jógaiðkun. Í tillögunni er gert ráð fyrir nýjum byggingarreit undir húsnæði fyrir jógaiðkun austan megin við Axlarhól, innan VÞ-33. Húsgrunnur stendur vestast í húsþyrpingunni við Öxl en þar er áætlað að koma aftur fyrir frístundahúsi sem gæti nýst til útleigu fyrir ferðamenn.

Hægt er að skoða lýsinguna og matslýsinguna á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar undir málsnúmeri: 412/2024.

Umsagnaraðilum og þeim sem eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir og/eða umsagnir vegna lýsingar fyrirhugaðs deiliskipulags frá 18. apríl 2024 til og með 9. maí 2024. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast inn á Skipulagsgátt á málsnúmer: 412/2024.

Hildigunnur Haraldsdóttir, arkitekt faí

Skipulagsfulltrúi Snæfellsbæjar