Umhverfis- og skipulagsnefnd

181. fundur 09. apríl 2024 kl. 16:15 - 18:00 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar
Nefndarmenn
  • Halldór Kristinsson Nefndarmaður
  • Magnús Eiríksson Nefndarmaður
  • Kristjana Hermannsdóttir Varaformaður
Starfsmenn
  • Matthías Páll Gunnarsson Embættismaður
  • Valgerður Hlín Kristmannsdóttir Ritari
  • Ragnar Már Ragnarsson Áheyrnarfulltrúi
  • Hildigunnur Haraldsdóttir Áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Valgerður Hlín Kristmannsdóttir Aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa
Dagskrá

1.Gilbakki 3, 5 og 7 - Umsókn um lóð

2404002

Jón Kristinn Snæhólm og Probygg sækja um að fá lóðirnar að Gilbakka 3, 5 og 7 á Arnarstapa úthlutaðar. Hugmyndin er að byggja parhús á sjávarlóðunum og raða litlum húsum til útleigu á efri lóð. Sjá teikningar og umsókn.
Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar erindinu og óskar eftir greinarbetri upplýsingum um áform. Tekið skal fram að umræddar lóðir eru einbýlishúsalóðir ætlaðar til heilsársbúsetu skv. deiliskipulagi. Tæknideild falið að kanna möguleika milli funda.

2.Arnarstapi - Fyrirspurn vegna skipulagsmála

2404001

Sölvi Sæmundsson sendir inn fyrirspurn vegna skipulagsmála þar sem óskað er eftir því að fá úr því skorið hvort reisa megi tvö 30 - 50 fm frístundarhús á einni lóð (ca 4000 fm lóð) eða hvort sækja þurfi um tvær lóðir. Umsækjandi hefur áhuga á að velja úr Álfaslóð 18-23 og Músaslóð 13.
Umhverfis- og skipulagsnefnd hafnar því að byggð verði tvö lítil sjálfstæð frístundarhús á sömu lóðinni. Hver lóð er ætluð fyrir einn eiganda en þar má reisa aðalhús og aukahús. Ef um aukahús er að ræða skal það vera í tengslum við verönd aðalhúss og með sömu mænisstefnu og þakhalla og aðalhús samkvæmt deiliskipulagi. Nefndin bendir á að þessar lóðir eru ætlaðar undir frístundahús en ekki skammtímaleigu.

3.Nýtt deiliskipulag vegna frístundabyggðar í landi Ölkeldu - Innsendar athugasemdir á auglýsingatíma

2310011

Lagðar eru fram umsagnir og athugasemdir sem bárust á auglýsingatíma. Alls bárust 8 athugasemdir. Einnig eru lagðar fram tillögur að svörum frá Snæfellsbæ.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir tillögur að svörum og felur tæknideild að senda svör inn á Skipulagsgátt og undirbúa lokafrágang í samræmi við skipulagslög.

4.Nýtt deiliskipulag miðsvæðis á Hellissandi - Innsendar athugasemdir á auglýsingatíma

2311003

Lagðar eru fram umsagnir og athugasemdir sem bárust á auglýsingatíma. Alls bárust 9 athugasemdir. Einnig eru lagðar eru fram tillögur að svörum frá Snæfellsbæ.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir tillögur að svörum og felur tæknideild að senda svör inn á Skipulagsgátt og undirbúa lokafrágang í samræmi við skipulagslög.

5.Brautarholt og Bergsholt_Umsókn um deiliskipulag_Frekari gögn

2403001

Snorri Kristjánsson sendir inn frekari upplýsingar um uppbyggingu á svæðinu eftir beiðni nefndarinnar frá fundi 180. Fyrirhugað er að reisa átta 30 - 40 fm smáhýsi til útleigu með um það bil 15 metra millibili í vesturjaðri heimatúnsins í Brautarholti. Heildar byggingarreitur smáhýsanna er u.þ.b. einn hektari. Sjá fylgigögn.
Umhverfis og skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur tæknideild að ræða við landeiganda varðandi breytingu aðalskipulags og nýs deiliskipulags. Hugmyndin sem kemur fram er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag. Hugmyndin kallar á breytingu aðalskipulags. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu og þarf landeigandi því að láta vinna nýtt deiliskipulag. Vegagerðin hefur bent á að minnst skulu vera 400 metrar á milli vegtenginga á stofnvegi C8 og þarna eru aðeins um 240 metrar á milli vegtenginga.

6.Letisund 3_Umsókn um byggingarleyfi fyrir geymsluhúsnæði

2404003

Ívar Hauksson sækir fyrir hönd Vélsmiðju Grundarfjarðar um byggingarleyfi fyrir 808 fm einnar hæðar iðnaðarhúsi á lóð þeirra að Letisundi 3, Rifi. Húsnæðið verður notað sem geymsla með möguleika á millilofti.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um að endanlegum aðaluppdrætti verði skilað inn og lokið verði við gerð yfirlitsmyndar.

7.Naustabúð 6_Umsókn um breytingar á svölum, nýjum sólskála og nýjum inngangi í húsið

2403005

Lúðvík Ver Smárason sækir fyrir hönd Þorvarðar J Guðbjartssonar um byggingarleyfi fyrir breytingum á svölum, nýs sólskála og nýjum aðalinngangi á húsi Þorvarðar að Naustabúð 6. Suðursvalir verða breikaðar úr 120 cm í 230 cm og sólskála úr gleri og timbri komið fyrir á þeim. Núverandi tröppur upp að húsinu verða fjarlægðar og nýjar tröppur gerðar við suðvestur horn svala. Nýr aðalinngangur fyrir húsið verður svo gerður á vesturgafli nýja skálans.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um uppfyllt skilyrði byggingarreglugerðar og grenndarkynningu fyrir eigendum Naustabúðar 7 og 8.

8.Skólabraut 1_Fyrirspurn vegna skipulagsmála

2404004

Kristín Sigríður Garðarsdóttir sendir inn fyrirspurn um skipulagsmál vegna landnotkunar á lóð sinni að Skólabraut 1.
Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar erindinu og býður umsækjanda til samráðsfundar á tæknideild Snæfellsbæjar.

9.Endurskoðun gjaldskrár tæknideildar

2404005

Endurskoðun gjaldskrár tæknideildar rædd.
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur tæknideild að koma með tillögu að gjaldskrám fyrir næsta fund.

10.Önnur mál - Umhverfis- og skipulagsnefnd 2024

2401007

Landamerkjavinna milli Axlar og Kinnar kynnt og verði beint áfram í ferli á vegum landeigenda.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?